Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2012 | 17:50

EPD: Stefán Már kominn í gegnum niðurskurð – bætti sig um 5 högg frá því í gær!

Stefán Már Stefánsson, GR,  spilaði á glæsilegum 70 höggum á Amelkis Classic, í Marokkó í dag. Þar með bætti hann sig um 5 högg frá 1. degi og lyfti sér úr 58. sæti í 28. sætið og er kominn í gegnum niðurskurð, sem miðast við 40 efstu. Samtals hefir Stefán Már spilað á +1 yfir pari, samtals 145 höggum (75 70).

Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði samtals á +12 yfir pari, samtals 156 höggum (77 79) og náði því miður ekki í gegnum niðurskurð, vermir enn 88. sæti þegar þetta er skrifað.

Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gætu sætistölur raskast aðeins eftir því sem líður á kvöldið.

Heimamaðurinn Younes El Hassani, sem spilaði svo vel í gær (var á 62 höggum eftir 1. dag) náði ekki eins góðum árangri í dag spilaði á heilum 74 höggum í dag, en deilir sem stendur 1. sætinu með Skotanum Gavin Dear, en báðir eru búnir að spila á samtals -8 undir pari.

Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Amelkis Classic eftir 2. dag smellið HÉR: