
EPD: Lokahring á Gloria Old Course Classic aflýst
Lokahringnum á Gloria Old Course Classic var aflýst í dag vegna mikilla rigninga sem varð til þess að golfvöllurinn var óspilandi. Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR tóku báðir þátt í mótinu og voru komnir í gegnum niðurskurð.
Stefán Már varð T-36 ásamt tveimur Austurríkismönnum, Leo Astl og Rene Gruber og Grikkjanum Panos Karantzias. Þeir voru á samtals á +5 yfir pari, 149 höggum, Stefán Már (76 73). Fyrir þennan árangur sinn hlutu Stefán Már og hópurinn sem hann var í € 309 (u.þ.b. 50.000 íslenskar krónur).
Þórður Rafn varð T-40 ásamt 7 öðrum: Svisslendingunum Chris Achermann og Ken Benz, Þjóðverjunum Stephan Gross og Christian Büker, Austurríkismanninum Christoph Pfau, Hollendingnum Nicholas Nubé og Bandaríkjamanninum Peter Dernier Owens. Þeir voru allir á +6 yfir pari, samtals 150 höggum hver, Þórður á (76 74) og hlutu þeir allir € 230 (u.þ.b. 35.000 íslenskar krónur).
Í efsta sæti varð Þjóðverjinn Björn Stromsky á samtals -4 undir pari (68 70) og hlaut í sigurlaun € 5000 (u.þ.b. 850.000 íslenskar krónur).
Til þess að sjá úrslit á Gloria Old Course Classic, smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023