Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 08:45

EPD: Fylgist með Þórði Rafni á lokahringnum á Ain Sokhna mótinu í Egyptalandi HÉR!

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Red Sea Ain Sokhna Classic 2016 mótinu, sem fram fer í Ain Sokhna í Egyptalandi, en mótið er hluti þýsku EPD mótaraðarinnar.

Mótið stendur 25.-27. janúar 2016 og lýkur í dag.

Þórður Rafn er búinn að spila báða hringina á 1 yfir pari, 73 höggum og flaug í gegnum niðurskurð.  Á fyrri hringnum fékk hann 2 fugla, 1 skolla og 1 skramba og á seinni hringnum í gær var Þórður Rafn með 3 fugla, 2 skolla og 1 skramba.

Sem stendur er hann T-21 og eftir 6 holu leik er hann búinn að fá 1 fugl og 2 skolla er sem sagt á 1 yfir eftir og á 12 holu spil eftir.

Til þess að fylgjast með Þórði Rafni SMELLIÐ HÉR: