Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 12:00

Enskur kylfingur með flest högg á holu á Web.com Tour

Enskur kylfingur, Greg Eason, sem spilar í 2. deildinni í Bandaríkjunum þ.e. á Web.com Tour setti nú helgina met, met sem fæstir vilja eiga en það er að hann setti met um flest högg á 1 holu.

Eason tekur þátt í the Great Abaco Classic á Bahamas-eyjum en mótið stendur frá 22. -25. janúar og lýkur n.k. miðvikudag.

Og Eason byrjar ekki vel. Fyrsti hringur hans, sem spilaður var í gær, sunnudaginn 22. janúar, var upp á 18 yfir pari, 90 högg!!!! Sjá stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Þetta var 3. hringur Greg Eason á 2017 keppnistímabilinu á Web.com Tour og hann hefir ekki enn brotið 90.

Eason, var eitt sinn nr. 3 á heimslista áhugamanna og hann er frægur að endemum fyrir annað: fyrir 2 vikum týndi hann 32 golfboltum á 2 hringjum á the Bahamas Great Exuma Classic mótinu, sem fór fram 8.-11. janúar 2017.

Þar átti hann hringi upp á 91 og 95 en að vísu var mótið spilað í miklum hvirfilbylja-líkum vindum – Sjá lokastöðuna í því móti með því að SMELLA HÉR: 

Eason á greinilega erfitt eins og er og vonandi að hann nái að rétta við slaka spilamennsku sína!