Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2015 | 19:45

Enginn kylfingur meðal efstu 10 í kjöri um íþróttamann ársins 2014

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta var valinn íþróttamaður ársins 2014.

Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014. Mynd: Vefur KSÍ

Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014. Mynd: Vefur KSÍ

Það voru samtök íþróttafréttamanna sem stóðu fyrir kjörinu; en í þeim eru að meginstefnu karlar.

Það er synd og skömm að ekki skuli jafnhliða íþróttamanni ársins vera kjörin íþróttakona ársins eins og er víðsvegar í nágrannalöndum okkar.

Einnig vekur athygli að enginn kylfingur er meðal þeirra 10 sem hlutu flest atkvæði samtakanna; en fáir ef engir íþróttamenn hafa á árinu skarað eins mikið fram úr og Gísli Sveinbergsson, GK,, sem 16 ára var valinn í karlagolflandslið Íslands og vann auk þess Duke of York mótið og stóð sig vel í fjölda annarra móta á erlendri grundu.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Íslandsmeistari í höggleik 2014 hlaut líka bara 11 atkvæði.

Til vansa er hversu lítið er verið að gera úr bestu kylfingum landsins og það að íþróttagreinin er 2. vinsælasta íþróttagrein landsins virðist lítið endurspeglast í þessu kjöri!

Eftirfarandi íþróttamenn hlutu flest atkvæði að þessu sinni:

1. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 435 stig
2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 327
3. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 303
4. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 147
5. Aron Pálmarsson (handbolti) 100
6. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 65
7. Sif Pálsdóttir (fimleikar) 56
8. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 46
9. Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar) 44
10. Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra) 36
11. Alfreð Finnbogason (knattspyrna) 26
12. Karen Knútsdóttir (handbolti) 25
13. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 24
14. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 21
15. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 19
16. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 15
17. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 11
18. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 10
19. Gísli Sveinbergsson (golf) 9
20. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 8
21. Thelma Björg Björnsdóttir (íþr. fatlaðra) 7
22. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 4
23. Helga María Vilhjálmsdóttir (skíði) 3
24. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 2
– Viðar Örn Kjartansson (knattspyrna) 2
– Lilja Lind Helgadóttir (lyftingar) 2
– Hörður Axel Vilhjálmsson (körfubolti) 2
28. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 1
– Jón Daði Böðvarsson (knattspyrna) 1
– Þormóður Árni Jónsson (júdó) 1