Enginn íslensku strákanna 4 komst í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fór dagana 18.-24. júní 2023.
Þetta voru þeir Kristófer Orri Þórðarson, GKG; Hlynur Bergsson, GKG; Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG og Aron Emil Gunnarsson ,GOS.
Spilað var á tveimur völlum: annars vegar Hillside og hins vegar Southport & Ainsdale völlunum, sem eru skammt frá borginni Liverpool á Englandi.
Þátttakendur í mótinu voru 289. Fyrstu tvo dagana var leikinn höggleikur og síðan skorið niður.
Skemmst er frá því að segja að enginn íslensku keppendanna komst í gegnum niðurskurð og þ.a.l. í holukeppnishlutann, sem tók við.
Aðeins 85 efstu spiluðu holukeppnina. Best af Íslendingunu stóð Kristófer Orri sig, en hann varð T-156 eftir 2 höggleikshringi.
Sigurvegari höggleikshlutans var Ben Van Wyk frá S-Afríku; lék á 11 undir pari, 132 höggum (64 68).
Holukeppnishlutann sigraði síðan Christo Lamprecht frá S-Afríku en hann sigraði í úrslitaviðureigninni við Ronan Kleu, frá Sviss 3&2.
Sjá má lokastöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
