Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 07:30

Endurmenntunarnámskeið golfdómara

Nýjar golfreglur tóku gildi nú um áramótin og í tilefni af því stendur dómaranefnd GSÍ fyrir tveimur endurmenntunarnámskeiðum fyrir golfdómara:

Mánudaginn 8. febrúar kl. 19:30
Laugardaginn 13. febrúar kl. 9:00
Námskeiðin verða haldin í fundarsölum ÍSÍ í Laugardal. Sama efni verður á báðum námskeiðunum og nægir að mæta á annað þeirra.

Bein útsending verður á YouTube fyrir þá golfdómara sem ekki geta mætt í Laugardalinn, nánari upplýsingar um útsendinguna má nálgast hjá domaranefnd@golf.is

Athugið að til að viðhalda dómararéttindum sínum þurfa golfdómarar að mæta á endurmenntunarnámskeið þegar golfreglur breytast.

Texti: GSÍ