Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 09:30

EM yngri kylfinga 2017: Íslensku kylfingarnir luku keppni m/glæsibrag!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í  Evrópumóti yngri kylfinga, sem fram fór í Osló, þau: Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG).

Fararstjóri var Sturla Höskuldsson, golfkennari hjá GA.

Íslensku keppendurnir á EM yngri kylfinga 2017 ásamt fararstjóra.

Íslensku keppendurnir á EM yngri kylfinga 2017 ásamt fararstjóra.

Mótið stóð dagana 27.-29. júlí 2017 og lauk því í gær.

Ísland endaði í 16. sæti og skorið í einstaklingskepnpinni má sjá hér fyrir neðan:

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, lauk keppni T-18 í piltaflokki – lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (73 74 72).

Kristófer Karl Karlsson, GM, lauk keppni T-27 í piltaflokki, lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (80 70 73).

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lauk keppni T-30 í stúlknaflokki, lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (73 82 79).

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, lauk keppni í 34. sæti í stúlknaflokki, lék á samtals 21 yfir pari, 237 höggum (77 81 79).

Góður árangur þetta hjá íslensku krökkunum!!! Þátttakendur voru 54 í stúlku- og 57 í piltaflokk.

Sjá má lokastöðuna á EM yngri kylfinga með því að SMELLA HÉR: