Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2018 | 01:00

EM piltalandsliða: Ísland tapaði f. Portúgal

Ísland tapaði gegn liði Portúgals í undanúrslitum í 2. deild Evrópumóts piltalandsliða í dag 4,5 – 2,5.

Ísland endaði í 2. sæti í höggleiknum og var einum sigri frá því að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu á EM á næsta ári. Með sigrinum tryggði Portúgal sér sæti í efstu deild ásamt Noregi.

Ísland getur með sigri gegn Slóvakíu á laugardag tryggt sér sæti í efstu deild. Noregur sigraði Slóvaka naumlega 4/3 í undanúrslitum í dag.

Í undanúrslitaleiknum gegn Portúgal var byrjað á því að leika tvo fjórmenninga fyrir hádegi.

Tveir leikmenn úr sama liði liði skiptust á um að slá einum bolta til skiptis út holuna í holukeppni.

Fjórmenningslið Íslands voru þannig skipuð:

Viktor Ingi Einarsson – Dagbjartur Sigurbrandsson töpuðu afar naumlega á fjórðu holu í bráðabana eða 22. holu.

Kristófer Karl Karlsson – Sigurður Bjarki Blumenstein töpuðu 4/2.

Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningar þar sem að einn keppandi úr hvoru liði mættust í holukeppni.

Lið Íslands var þannig skipað:
Ingvar Andri Magnússon sigraði 3/2
Sverrir Haraldsson tapaði 4/2
Viktor Ingi Einarsson tapaði 271
Dagbjartur Sigurbrandsson sigraði 2/1
Sigurður Bjarki Blumenstein, 1/2 vinningur.

Keppnin fer fram á Pannonia vellinum í Búdapest í Ungverjalandi.

Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og síðan tók við holukeppni nú í gær og verður áfram leikin í dag,  laugardag. Alls eru þrjú sæti í boði í efstu deild EM á næsta ári. Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, segir að markmið Íslands sé að komast upp í efstu deild.