EM landsliða hefjast í dag
EM karlalandsliða.
Landslið karla tekur þátt í Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. -12. júlí n.k. Íslenska landsliðið tryggði sér rétt til þátttöku á Evrópumótinu þegar það náði 2. sæti í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða í Tékklandi á síðasta ári. Einungis 16 sterkustu lið Evrópu hafa þátttöku rétt í mótinu. Keppt verður á Linna golfvellinum sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hameenlinna.
Karlalandsliðið:
Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur
Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness
Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur
Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur
Ragnar Már Garðarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson
Liðsstjóri: Gauti Grétarsson
Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um mótið á heimasíðu þess með því að SMELLA HÉR:
Keppnisfyrkomulag: Að loknum höggleik fyrstu tvo dagana verður liðum raðað í tvo riðla, A og B, eftir árangri. Fyrstu 8 leika í A riðli og keppa um Evrópumeistaratitilinn á þremur dögum í holukeppni, sæti 1 gegn 8, 2 gegn 7 osfrv. Sæti 9-16 keppa einnig í holukeppni, þjóð gegn þjóð, um að halda þátttökurétti sínum í keppninni að ári, en 13 efstu fá þátttökurétt á næsta ári.

Bjarki Pétursson, GB. Mynd: gsimyndir.net
EM kvennalandsliða.
Landslið kvenna tekur þátt í Evrópukeppni kvennalandsliða sem fram fer í Ljubliana í Slóveniu 8.-12. júlí n.k.
Keppt verður á Golf & Country Club Diners Ljubjana og taka 20 lið þátt í mótinu. Diners GC völlurinn er 5.338 metrar af bláum teigum par 72. Nánari upplýsingar um völlinn er hægt að finna á heimasíðu klúbbsins, www.golf-ljubjana.si
Upplýsingar um mótið sjálft, þátttökuþjóðir o.fl. er að finna á heimasíðu EGA, http://ega-golf.ch/040000/040103.asp
EM kvennalandsliðið:
Berglind Björnsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Signý Arnórsdóttir Golfklúbbnum Keili
Sunna Víðisdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Þjálfari: Brynjar Geirsson
Liðsstjóri: Sædís Magnússon
Alls taka 20 þjóðir þátt í Evrópukeppni kvenna og verður skipt í þrjá riðla (1-8, 9-16, 17-20). Keppnisfyrirkomulag er það sama og hjá körlum og piltum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net
EM piltalandsliða
Piltalandsliðið heldur til Noregs og tekur þátt í Evrópukeppni pilta, en liðið tryggði sér rétt til þátttöku í mótinu þegar það náði 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins 2013 sem fram fór í Slóvakíu.
Evrópukeppni pilta er leikið á Bogstad vellinum í Osló, en sá völlur er elsti og einn þekktasti völlur Noregs, 6.340 metra langur par 72. Upplýsingar um völlinn er hægt að finna á heimasíðu klúbbsins www.oslogk.no og nánari upplýsingar um mótið á heimasíðu EGA,http://ega-golf.ch/040000/040103.asp
EM piltalandsliðið:
Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Birgir Björn Magnússon Golfklúbbnum Keili
Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Fannar Ingi Steingrímsson Golfklúbbi Hveragerðis
Henning Darri Þórðarson Golfklúbbnum Keili
Kristófer Orri Þórðarson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Þjálfari: Úlfar Jónsson
Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
