Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2018 | 18:00

EM karla: Karlalandsliðið sigraði Tékka og endað í 11. sæti á EM

Íslenska karlalandsliðiðe keppti við Tékkland um sæti 11.-12. á Evrópumóti landsliða sem fram fór í Þýskalandi.

Ísland hafði betur, 3/2, og endaði því í 11. sæti.

Þessar þjóðir áttust einnig við í fyrra á EM um sömu sæti á mótinu og þar hafði Tékkland betur 3/2.

Finnar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn eftir sigur á Englendingum í úrslitaleiknum.

Þess má geta að Finnar komu upp úr 2. deild í fyrra.

Aron Snær Júlíusson og Bjarki Pétursson unnu sinn leik 2/1, Gísli Sveinbergsson vann sinn leik 2/0.,

Björn Óskar Guðjónsson vann 3/2, Rúnar Arnórsson og Henning Darri Þórðarson gerðu jafntefli í sínum leikjum.