Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2019 | 09:02

EM golfklúbba: GKG í 12. sæti – Hulda Clara T-1 e. 2. dag

Íslandsmeistarasveit GKG í kvennaflokki keppir þessa stundina á Evrópumóti golfklúbba.

Mótið fer fram í Ungverjalandi á Balaton vellinum.

Hulda Clara Gestsdóttir, Eva Gestsdóttir og Árný Eik Dagsdóttir skipa lið GKG.

GKG er í 12. sæti í liðakeppninni fyrir lokahringinn. Tvö bestu skorin telja í hverri umferð. GKG er á +36 samtals. St. Leon-Rot Golf Club frá Þýskalandi er í efsta sæti á +16.

Í einstaklingskeppninni er Hulda Clara í efsta sæti ásamt Caroline Sturdza frá Sviss. Þær eru báðar á +5 samtals (74-75).

Eva Gestsdóttir er í 40. sæti og Árný Dagsdóttir er í 43. sæti.

Sjá má stöðuna á EM golfklúbba með því að SMELLA HÉR: