Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2021 | 22:00

EM einstaklinga 2021: Aron Snær varð í 5. sæti!!!

Evrópumót einstaklinga hjá áhugakylfingum í karlaflokki fór fram dagana 23. – 27. júní 2021 í Frakklandi

Þrír íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda. Kristófer Karl Karlsson (GM), Hákon Örn Magnússon (GR) og Aron Snær Júlíusson (GKG).

Aron Snær lék frábærlega vel og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall en hann endaði í 5. sæti.

Aron Snær lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari vallar, (67-69-70-65).

Christoffer Bring frá Danmörku fagnaði Evrópumeistaratitlinum á -20 undir pari samtals.

Lokaúrslit og staða hér:

Í aðalmyndaglugga: Aron Snær Júlíusson, GKG. Mynd: Golf1