Karlalandslið Íslands 50+ 2017
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 06:00

EM 50+: Íslenska karlalandsliðið lauk keppni í 13. sæti

Í gær fóru fram lokaviðureignir á Evrópumeistaramóti landsliða 50 ára og eldri, en mótið fór fram dagana 5.-9. september 2017  á PGA Sweden National,  í Bara rétt hjá Malmö, í Svíþjóð.

Íslenska karlalandsliðið 50+ var skipað eftirfarandi kylfingum: Frans Páli Sigurðssyni,  Gauta Grétarssyni, Guðmundi Arasyni, Guðna Vigni Sveinssyni, Jóni Gunnari Traustasyni og Tryggva Valtý Traustasyni.

Alls kepptu 8 lið í A-riðli (þ.e. lið sem urðu í 1.-8. sæti í höggleikshluta mótsins), 8 lið í B-riðli (þ.e. þau lið sem urðu í 9.-16. sæti í höggleikshluta mótsins) og 4 lið í C-riðli (þau lið sem urðu í 17.-20. sæti í höggleikshluta mótsins).

Íslenska karlalandsliðið spilaði í B-riðli eftir að hafa orðið í 13. sæti í höggleikshluta mótsins. Í höggleiknum stóð sig best Gauti Grétarsson, sem varð í 17. sæti af 120 keppendum á 2 yfir pari, 146 höggum (73 73).

Aðrir liðsmenn íslenska karlalandsliðsins spiluðu á eftirfarandi skori í höggleikshluta mótsins: 

Guðni Vignir Sveinsson 43. sæti á 5 yfir pari, 149 höggum (74 75).

Guðmundur Arason 63. sæti á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76).

Tryggvi Valtýr Traustason 73. sæti á 10 yfir pari, 154 höggum (78 76).

Frans Páll Sigurðsson 93. sæti á 16 yfir pari, 160 höggum (78 82).

Samtals skor íslenska karlalandsliðsins úr höggleikshlutanum var 39 yfir pari, 759 högg (379 380).

Í B-riðli var keppt um sæti 9-16 í EM 50+. Einnig þar hafnaði íslenska karlalandsliðið í 13. sæti af 20 þátttökuþjóðum, sem er aldeilis hreint ágætis árangur!!!

Íslenska karlalandsliðið 50+ lék 3 viðureignir í holukeppnishlutanum:

Ísland – Belgía         Þar vann Belgía með  3.5 – 1. 5 vinningi.

Ísland – Tékkland   Þar vann Ísland með 4 – 1 vinningi.

Ísland – Sviss           Þar vannn Ísland með 4 -1 vinningi.

Sigurvegarar á EM karlalandsliða 50+ 2017 urðu Írar sem sigruðu Dani í úrslitaviðureigninni með 3 -2 vinningi, en bæði lið þ.e. Íra og Dana léku í A-riðli.