Els ætlar að spila í færri mótum
Fyrst var það Steve Stricker, svo Phil Mickelson og nú ….. Ernie Els.
Ætli Stricker hafi vitað að hann hafi komið af stað æði meðal heldri stjörnukylfinga á PGA Tour? Manna sem hafa sannað sig í gegnum tíðina unnið mörg mót og þ.a.l. stórefnast og þurfa ekki að spila í mörgum mótum til að eiga fyrir salti í grautinn.
Stricker tilkynnti í upphafi árs að hann ætlaði ekki að spila á eins mörgum mótum og áður; leggja áherslu á gæði en ekki magn. Sú strategía hans hefir reynst vel, en í þeim fáu mótum sem hann spilar í er hann undantekningarlaust meðal þeirra efstu. Og nú ætla Mickelson og Els að fylgja í kjölfarið.
„Ég er bara að líta á valkosti mína,“ sagði Els. „Það er svo mikið um að vera núna. Það eru dásamleg mót, það er fullt af frábærum mótum í Bandaríkjunum og það virðist sem Evrópumótaröðin sé með ótrúleg mót í lok árs.“
„Ég verð bara að líta yfir farinn veg og hvert ég vil fara. Mér finnst ég svolítið „yfir-golfaður“ í augnablikinu, (þ.e. búinn að spila of mikið ) og það hefir áhrif á leikinn og maður verður bara að vera ferskur andlega.“
„Ég verð að líta á mikið af valkostum. Ég bý í Bandaríkjunum núna, börnin mín eru í skóla þar þannig að ég er að líta á þetta. Ég spila kannski ekki eins lítið og Steve Stricker spilaði í ár. En ég ætla að taka þátt í færri mótum.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
