Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 11:30

Eldingu lýstur í kylfing

Kylfingur dó eftir að eldingu laust niður í hann, eftir að hann hafði leitað skjóls undir tré vegna hagléls og eldinga.

Philip Shard, 60 ára, fannst meðvitundarlaus af vini sínum, Brian Goldsmith, sem var að spila golf við hann.

Philip Shard lést þegar eldingu laust niður í hann

Philip Shard lést þegar eldingu laust niður í hann

Kylfingarnir hófu leik í sólskini og blíðu kl. 9:30 að morgni 27. maí, nálægt Fynn Valley golfklúbbnum í Witnesham nálægt Ipswich, í Suffolk á Englandi.

En veðrið breyttist og kl. 10:45 voru þeir á sitthvorri hlið 5. golfbrautarinnar að fara að slá inn á flöt.

Goldsmith sagði að hann og Shard hefðu stöðvað leik til þess að fara í regngalla þegar haglél féll allt í kringum þá og þrumur og eldingar upphófust.

Goldsmith bætti við: „Ég var á flöt og leit yfir og sá að Philip (Shard) var að fara í regnjakka þegar élið ágerðist.“

Þegar ég leit aftur í áttina að Philip (Shard) var hann horfinn. Ég gekk í áttina að trénu þegar ég heyrði háværar þrumur og eldingar rétt hjá því.“

Ég hélt áfram yfir flötina og gekk að trénu þar sem ég taldi að Philip væri að leita skjóls fyrir haglélinu. Ég fann hann meðvitundarlaus undir stóru barrtré.“

Goldsmith sagði að hann hefði strax hlaupið að vagni í eigu golfklúbbsins, sem var þarna í 150 m fjarlægð og bað um að einhver hringdi á sjúkrabíl.

Tveir menn sem voru inn í vagninum fóru með Goldsmith aftur að staðnum þar sem Shard lá og reyndu að endurlífga hann með stuðtæki og blásturstæki áður en bráðaliðarnir kæmu.

Þyrla kom á svæðið en þegar allt kom til alls var (Philip) Shard fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Ipswich (Ipswich Hospital.)

Goldsmith bætit við að Shard hefði skilið eftir kerruna sína og kylfur rétt hjá flötinni áður en hann leitaði skjóls undir trénu.

Philip Shard, sem var frá Rushmere, nálægt Ipswich, lést síðan 31. maí umkringdur fjölskyldumeðlimum á spítalanum. Hann lést af heilaskemmdum sem hann hlaut af eldingu.

Shard var kvæntur, átti tvö börn og 4 barnabörn og hafði aðeins verið meðlimur í Fynn Valley í 2 mánuði fyrir þetta sorglega slys.

Tony Tyrrell, eigandi klúbbsins, sagði m.a. í viðtali sem við hann var tekið: „Allir í klúbbnum eru sorgmæddir og skelfingu lostnir. Þetta er hræðilegt og hugsanir okkar eru hjá fjölskyldu hans (Shard).

Forsvarsmenn klúbbsins sögðu að þeir myndu nú vera meira á verði þegar von væri á þrumum og eldingum „og grípa til aðgerða við fyrstu merki einhvers konar eldinga.“

Fjölskylda Shard sagði í fréttatilkynningu „Philip var góður og elskulegur herra, eiginamaður, faðir, afi og vinur sem verður sárt saknað af öllum.“

Fjölskyldan vill þakka öllum vinum og félögum sem hafa auðsýnt svo mikla elsku og stuðning á þessum erfiðu tímum.“

Þessi sorglegi atburður sem átti sér stað fyrir nákvæmlega 4 mánuðum ætti að verða öllum kylfingum, hvar sem er í heiminum viðvörun – EKKI SPILA GOLF Í ÞRUMUM OG ELDINGUM!!!

Þessi vísa verður aldrei nógu oft kveðin sérstaklega fyrir íslenska kylfinga, sem nú fylkjast í gríðarlegum fjölda líkt og farfuglar, til heitari landa, til að geta ræktað uppáhaldssportið sitt, golfið.

Við höfum engar eða a.m.k. sárasjaldan, Guði sé lof, eldingar á Íslandi. Það er eitt af því góða við landið! Því hafa flestir íslenskir kylfingar litla reynslu hvernig bera skuli sig að í þrumum og eldingum þegar þeir spila golf erlendis.

Best er að líta á veðurspána og vera ekkert að fara út á völl ef spáð er þrumum og eldingum. Annars mætti benda á eftirfarandi leiðbeiningar:

Hvað á að gera í þrumum og eldingum (örfáar leiðbeiningar): 
Fyrir þrumur og eldingar:

Taka á öll ónauðsynleg tæki, þ.mt sjónvarp (ef fólk er inni við) úr sambandi, þar sem eldingar geta eytt orku.
Leitið skjóls ef mögulegt er. Þegar þið heyrið þrumur eruð þið þegar innan þeirra marka þar sem eldingu getur ljóstað niður, en eldingar geta náð allt að 16 km út frá miðju þrumu og eldinga storms.

Meðan á þrumum og eldingum stendur:

Forðist að nota símann – símalínur geta leitt rafmagn.
Forðist að nota krana og vask – málmpípur geta leitt rafmagn.
Ef þið eruð úti við (t.a.m. úti á golfvelli) forðist vatn og finnið stað sem liggur lágt á opnu svæði sem er í öruggri fjarlægð frá  trjám, stöngum eða málmhlutum.
Forðist að vera í golfi (eða hættið golfleik), forðist stangveiðar eða að vera í bát úti á vatni.
Ef þið eruð á berangri úti á víðavangi  gæti verið ráðlegt að fara á hækjur sérnálægt jörðinni, með hendur á hnjám og með höfuðið  á milli þeirra. Reynið að snerta eins lítið af jörðinni með líkama ykkar og mögulegt er, ekki leggjast niður á jörðina.

Eftir þrumur og eldingar: 

Forðist rafmagnslínur eða brotna kapla.
Ef einhver er lostinn af eldingu, þá þjást þeir oft af alvarlegum brunasárum. Höggið hefur einnig áhrif á hjartað, svo ef þið finnið einhvern meðvitundarlausan, sem grunur er um að eldingu hafi lostið í er best að athuga hvort þeir hafi púls og reyna að hafa eins fljótt samband við sjúkrahús.