Ekki slá á vallarstarfsmenn! – Vídeó
Nú fara golfvellirnir hérlendis að opna hér á landi, hver á fætur öðrum og þá er oft svo að á stærstu golfvöllunum eru einn eða fleiri vallarstarfsmenn að störfum, þegar kylfingar spila hringi sína.
Hver hefir ekki staðið á teig og einhver vallarstarfsmaður í farartæki sínu fer hring eftir hring á flöt eða braut og tefur hringinn?
Kylfingum er uppálagt að halda uppi leikhraða, margir eru tímabundnir, golfið er jú nógu tímafrek íþrótt svo ekki bætist við að einhver vallarstarfsmaður sé að dúlla sér við að sinna starfi sínu á kostnað kylfingsins, sem búinn að er greiða fyrir vallargjöldin dýrum dómum (hvort heldur er í félagsgjöldum eða sem gestur).
Sumum kylfingum finnast vallarstarfsmennirnir bara gera sér leik að því að tefja leik þeirra og þá er einfaldlega tekið til þess ráðs að slá á þá.
ÞAÐ ÆTTI EKKI AÐ GERA UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM.
Vallarstarfsmenn eru oft í eiginn heimi, með eyrnarhlífar og lítið að spá í öðru en að klára verkefnið sem fyrir höndum er. Að slá á þá, til að ná athygli þeirra og taka hættuna á að meiða þá til þess að fá útrás fyrir andartaks pirring leysir engan vanda og er líklegt til að eyðileggja daginn bæði fyrir kylfinginn sem vallarstarfsmanninn, sem þar að auki getur stórslasast ef ekki látist komi golfkúla aðvífandi og hæfi hann.
ÞAÐ ÆTTI ALDREI AÐ SLÁ SÉ FÓLK Á GOLFBRAUTUM EÐA FLÖT.
Hér má sjá ágætis myndskeið bandaríska golfsambandsins (USGA) um hvað kylfingar skuli gera séu vallarstarfsmenn „fyrir“ SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
