Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 14:00

Ekki gott að stíga á tærnar á Trump

Skv. ABC News hefir deilan milli Donald Trump og Univision (mexíkönsku fjölmiðlafyrirtæki) harnað eftir að Trump lét falla neikvæð ummæli um mexíkanska innflytjendur.

Univision tilkynnti að það myndi ekki sýna Miss America, en fegurðarsamkeppnin er að hluta til í eigu og á vegum Trump.

Ekki gott að stíga á tærnar á Trump.

Trump hefir nú hafið mál á hendur Univision fyrir óheyrilega upphæð sem gæti sett fyrirtæki á hliðina.

Til þess að gera illt verra sendi Trump Randy Faloco formanni Univision bréf þar sem hann bannar öllum starfsmönnum Univision aðgöngu og að spila á Trump National Doral vellinum í Miami.