Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2016 | 08:00

Ekkert verður af DJ g. Rory á Filippseyjum

Ekkert verður af holukeppnis- einvígi milli Dustin Johnson og Rory McIlroy sem var á dagskrá síðar í þessum mánuði á Filippseyjum, skv. frétt ABS-CBN News.

Þetta fyrirhugaða einvígi, sem bar heitið  „Dustin vs. Rory: Battle for a Cause,“ féll niður vegna deilu annars vegar milli framkvæmdaaðila mótsins, en í forsvari fyrir þá er bissnessmaðurinn Salvador Zamora og hins vegar Creative Artists Agency (CAA)

Zamora sagði að um samningsbrot (CAA) væri að ræða og því um ekkert annað að ræða en að rifta samningum.

Það var vegna atburða sem við höfðum enga stjórn á, sem við urðum að rifta,“ sagði Zamora.

Zamora er mikill hvatamaður að golfi á Filippseyjum og hann var að vonast til að einvígið myndi auka áhuga manna á Filippseyjum á golfíþróttinni.

Þetta myndi hafa markað upphafið á stærri hlutum í filippseysku golfi,“ sagði Zamora loks.