Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 20:00

Ekkert gengur hjá Haraldi Franklín og Ragnari Má

Það er óvenjulegt hvað Haraldi Franklín Magnús, GR og Ragnari Má Garðarssyni, GKG, gengur illa á Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki, en mótið  hófst í gær á Duke´s vellinum í Skotlandi.

Þátttakendur eru 144 og Haraldur Franklín og Ragnar Már báðir ekki meðal efstu 100 eftir 2. keppnisdag.

Haraldur Franklín er í 109. sæti búinn að spila á samtals 12 yfir pari 154 höggum (75 79).

Ragnar Már er hins vegar í 127. sæti og búinn að spila á samtals 15 yfir pari, 157 höggum (82 75)

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki með því að SMELLA HÉR: