Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 11:00

Eitt frægasta augnablikið á The Players: Mávurinn 1998

The Players, oft nefnt 5. risamót golfsins, hefst í dag á TPC Sawgrass vellinum í Flórída.

Eitt frægasta atvik á par-3 17. brautinni frægu á the Players mótinu var árið 1998 þegar mávur stal golfbolta Brad Fabel, sem búinn var að hitta flötina.

Brad Fabel var líka sá fyrsti til þess að fara holu í höggi á par-3 17. braut TPC Sawgrass, 12 árum áður, 1986, en einungis 6 kylfingum hefir tekist það í PGA Tour móti.

Bolti Fabel náði á eyjaflöt 17. brautar TPC Sawgrass, honum til mikillar ánægju og léttis í The Players 1998.  Síðan þurfti Fabel að horfa upp á það með skelfingu að mávur á flötinni var að færa til boltann með því að gogga í hann og til að bíta úr skömmi tókst síðan á loft með boltann í goggi sér og missti hann í vatnið, sem er umhverfis hálfeyjuna.

Lowery fékk að leggja boltann aftur á þann stað sem hann var upphaflega á skv. reglu 18-1, en þar segir: „Ef bolti er hreyfður úr kyrrstöðu af einhverju óviðkomandi er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á sinn fyrri stað.“

Mávurinn var svo sannarlega eitthvað óviðkomandi á golfvelli og atvikið fest á filmu, annað en ás Fabel, sem ekki er til á myndskeiði.

Þess mætti geta að mávauppákoman á 17. holu TPC Sawgrass er oft ranglega tileinkuð Steve Lowery, sem var í ráshóp með Fabel 1998; sjá t.a.m. umfjöllun PGA Tour um mávauppákomuna með því að SMELLA HÉR:

Jafnvel í myndskeiðinu hér að neðan er ranglega sagt að mávurinn hafi tekið bolta Lowery – Það var bolti Brad Fabel!

Sjá má mávauppákomuna frægu með því að SMELLA HÉR: