Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2014 | 00:30

Eitt besta högg Tiger

Nú þegar árið 2015 nálgast óðfluga og við erum farin að skrifa greinar þar sem Tiger vermir botnssætið í golfmótum, þá er e.t.v. vert að rifja upp besta högg sem Tiger hefir átt á löngum og farsælum ferli sínum.

Eitt alfallegasta högg hans er óumdeilanlega höggið sem hann átti í Masters risamótinu fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar Steve Williams var enn á pokanum hjá honum og heimurinn var enn í lagi – Tiger einbeittur og flottur.

Þetta er eitt alfallegasta pitch-högg golfsögunnar.

Höggið kom á Redbud par-3 16. holu Augusta National og má sjá með því að SMELLA HÉR