Einvígið á Nesinu n.k. mánudag
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans).
Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu.
DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það BUGL, barna og unglingadeild Landspítalans, sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en BUGL sérhæfir sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra.
Þátttakendur 2015:
Aron Snær Júlíusson GKG, klúbbmeistari GKG 2015
Birgir Leifur Hafþórsson GKG, atvinnumaður og margfaldur Íslandsmeistari
Björgvin Sigurbergsson GK, margfaldur Íslandsmeistari
Helga Kristín Einarsdóttir NK, klúbbmeistari NK 2015
Hlynur Geir Hjartarson GOS, klúbbmeistari GOS 2015
Ólafur Björn Loftsson GKG, atvinnumaður og klúbbmeistari NK 2015
Ragnhildur Sigurðardóttir GR, klúbbmeistari GR 2015
Signý Arnórsdóttir GK, Íslandsmeistari 2015
Stefán Már Stefánsson GR, klúbbmeistari GR 2015
Þórður Rafn Gissurarson GR, Íslandsmeistari 2015
Sigurvegarar frá upphafi:
1997: Björgvin Þorsteinsson (1)
1998: Ólöf María Jónsdóttir (1)
1999: Vilhjálmur Ingibergsson (1)
2000: Kristinn Árnason (1)
2001: Björgvin Sigurbergsson (1)
2002: Ólafur Már Sigurðsson (1)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
2004: Magnús Lárusson (1)
2005: Magnús Lárusson (2)
2006: Magnús Lárusson (3)
2007: Sigurpáll Geir Sveinsson (1)
2008: Heiðar Davíð Bragason (1)
2009: Björgvin Sigurbergsson (2)
2010: Birgir Leifur Hafþórsson (1)
2011: Nökkvi Gunnarsson (1)
2012: Þórður Rafn Gissurarson (1)
2013: Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2014: Kristján Þór Einarsson (1)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
