Frá Nesvelli, uppáhaldsgolfvelli Áslaugar Einarsdóttur. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2018 | 10:00

Einvígið á Nesinu fer fram í dag

Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu (shoot-out) fer fram í 22. sinn á Nesvellinum í dag, mánudaginn 6. ágúst 2018

Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu „Barnaspítala Hringsins“.

Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri þar sem í allri þjónustu er áhersla lögð á að greina þarfir og auka vellíðan skjólstæðinga

Mótið verður er með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 hófu keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst Einvigið sjálft (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn.

Einvígið á Nesinu var fyrst haldið árið 1997 og á þessum tíma hefur Nesklúbburinn komið að því að styrkja félög og samtök sem láta sér hag barna varða um rúmlega tuttugu milljónir króna.

Í ár ætlar Nesklúbburinn fyrir tilstuðlan velunnara að gefa til Barnaspítalans Hringsins kr. 500.000 í þeirra þarfa verkefni. Mótið verður tekið upp og sýnt í sjónvarpi Símans skömmu síðar.

Þátttakendur í Einvíginu 2018: 

1 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG – Klúbbmeistari GKG 2018

2 Björgvin Sigurbergsson, GK – Margfaldur Íslandsmeistari

3 Björn Óskar Guðjónsson GM – Landsliðsmaður í golfi og 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik 2018

4 Dagbjartur Sigurbrandsson, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og Íslandsmeistari drengja 15-16 ára

5 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS – Klúbbmeistari GS 2018

6 Kristján Þór Einarsson, GM – Klúbbmeistari GM 2018 og sigurvegari Einvígisins 2017

7 Ólafur Björn Loftsson, NK- Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2018 og atvinnukylfingur

8 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Landsliðskona í golfi og Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2018

9 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR – Klúbbmeistari GR 2018 og margfaldur Íslandsmeistari

10 Rúnar Arnórsson, GK – Landsliðsmaður í golfi og Íslandsmeistari karla í holukeppni 2018