Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2017 | 07:00

Einhver breytti merkingu á parkstæði Spieth á Hawaii

Einhver hefir leyft sér grín á kostnað Jordan Spieth á bílastæði þess síðarnefnda á Kapalua, Hawaii.

Þar sem Jordan Spieth á titil að verja á móti vikunnar á PGA Tour, SBS Tournament of Champions, sem hefst á morgun, 5. janúar 2017,  þá fær Spieth flottasta bílastæðið við klúbbhúsið.

En eins og segir hefir einhver „betrumbætt“ bílastæðið á kostnað Spieth – Sbr. mynd hér að neðan:

1-a-golden-child

Búið er að breyta merkingu á bílastæði Spieth s.s. sést á ofangreindri mynd.

Hver gjörningsmaðurinn er, er ekki vitað á þessari stundu, en mörgum þykir ekki ólíklegt að það sé enginn annar en góðkunningi Spieth, Justin Thomas, en þeir eiga það til að grínast á víxl, hvor í öðrum.