Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 18:00

Einar Long, GR, bætti sig um 4 högg á 2. degi úrtökumóts fyrir European Senior Tour

Einar Long, GR, er nú í Gramacho í Pestana Golf Resort í Portúgal, þar sem hann freistar þess að komast í gegnum I. stig úrtökumóts öldungamótaraðar Evrópu. Í gær spilaði Einar á 83 höggum en í dag bætti hann sig um 4 högg og hækkaði við það um 4 sæti í 43. sæti á mótinu. Einar deilir 43. sætinu með Frakkanum Emmanuel Rider og Suður-Afríkananum Chris Vallender.  Það er Bandaríkjamaðurinn Chris Mast sem leiðir í Gramacho.

Golf 1 óskar Einari góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna þegar 1. stig úrtökumótsins er hálfnað smellið HÉR: