Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Haraldur Franklin og Gunnhildur efst e. 2. keppnisdag

Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni fer vel af stað og er mikil spenna fyrir lokahringinn á sunnudaginn.

Keppt um GR-bikarinn í annað sinn í sögunni.

Mótið er jafnframt lokamótið á Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2016-2017.

Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót.

Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1

Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1

Karlaflokkur:

Haraldur Franklín Magnús heldur áfram að leika gríðarlega vel á heimavelli sínum en GR-ingurinn er efstur,  á -8 eftir 36 holur. Hann lék á 68 höggum í dag og 66 höggum á fyrsta hringnum en par vallar er 71 högg. Guðmundur Ágúst Kristjánsson félagi hans úr GR er ekki langt á eftir eða á -5 samtals (69-68). Aron Snær Júlíusson úr GKG er á sama skori og deilir öðru sætinu fyrir lokahringinn, (67-70).

Sjá má stöðuna í karlaflokki eftir 2. keppnisdag í heild hér fyrir neðan: 

1 Haraldur Franklín Magnús GR -3 F 34 34 68 -3 66 68 134 -8
2 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -2 F 31 37 68 -3 69 68 137 -5
3 Aron Snær Júlíusson GKG 0 F 33 37 70 -1 67 70 137 -5
4 Kristján Þór Einarsson GM -1 F 31 36 67 -4 75 67 142 0
5 Hrafn Guðlaugsson GSE 2 F 35 37 72 1 71 72 143 1
6 Theodór Emil Karlsson GM 1 F 32 36 68 -3 76 68 144 2
7 Andri Már Óskarsson GHR 1 F 33 38 71 0 73 71 144 2
8 Vikar Jónasson GK 0 F 32 33 65 -6 80 65 145 3
9 Henning Darri Þórðarson GK 1 F 34 39 73 2 72 73 145 3
10 Tumi Hrafn Kúld GA 1 F 37 37 74 3 71 74 145 3
11 Víðir Steinar Tómasson GA 5 F 35 38 73 2 73 73 146 4
12 Arnór Snær Guðmundsson GHD 3 F 36 38 74 3 72 74 146 4
13 Hlynur Bergsson GKG 1 F 37 38 75 4 71 75 146 4
14 Daníel Ísak Steinarsson GK 3 F 35 38 73 2 74 73 147 5
15 Hákon Harðarson GR 4 F 36 37 73 2 75 73 148 6
16 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 1 F 38 36 74 3 74 74 148 6
17 Heiðar Davíð Bragason GHD 2 F 38 37 75 4 73 75 148 6
18 Hákon Örn Magnússon GR 1 F 35 40 75 4 73 75 148 6
19 Stefán Þór Bogason GR 3 F 34 34 68 -3 81 68 149 7
20 Patrekur Nordquist Ragnarsson GR 3 F 36 40 76 5 73 76 149 7
21 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 2 F 41 37 78 7 71 78 149 7
22 Benedikt Sveinsson GK 5 F 38 39 77 6 73 77 150 8
23 Andri Páll Ásgeirsson GK 4 F 37 44 81 10 73 81 154 12
24 Jóhannes Guðmundsson GR 2 F 40 41 81 10 75 81 156 14
25 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 4 F 39 39 78 7 80 78 158 16
26 Stefán Már Stefánsson GR 2 F 37 36 73 2 86 73 159 17
27 Daníel Hilmarsson GKG 6 F 40 37 77 6 82 77 159 17
28 Eggert Kristján Kristmundsson GR 5 F 40 42 82 11 80 82 162 20

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Kvennaflokkur:

Í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK efst en hún er aðeins einu höggi á undan Sögu Traustadóttur úr GR. Gunnhildur er á +8 í heildina og Saga, sem hefur titil að verja á þessu móti er á +9 samtals. GR-ingarnir Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir eru á +10 samtals í þriðja sæti.

Sjá má stöðuna í kvennaflokki eftir 2. keppnisdag í heild hér fyrir neðan:

1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GK 5 F 37 41 78 7 72 78 150 8
2 Saga Traustadóttir GR 4 F 35 42 77 6 74 77 151 9
3 Berglind Björnsdóttir GR 3 F 38 40 78 7 74 78 152 10
4 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 5 F 39 39 78 7 74 78 152 10
5 Heiða Guðnadóttir GM 6 F 37 38 75 4 78 75 153 11
6 Karen Guðnadóttir GS 3 F 39 37 76 5 77 76 153 11
7 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 11 F 38 38 76 5 80 76 156 14
8 Helga Kristín Einarsdóttir GK 4 F 38 43 81 10 75 81 156 14
9 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 7 F 36 39 75 4 84 75 159 17
10 Anna Sólveig Snorradóttir GK 5 F 38 44 82 11 80 82 162 20
11 Kinga Korpak GS 6 F 41 42 83 12 81 83 164 22