Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 02:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Gunnhildur efst í kvennaflokki e. 1. dag

Í gær, 18. ágúst 2017, hófst 8. og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar á keppnistímabilinu 2016-2017, Securitas-mótið, á Grafarholtsvelli.

Þar er keppt um GR-bikarinn í annað sinn í sögunni.

Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót.

Efst eftir 1. dag í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK,  en Gunnhildur lék Grafarholtið á 1 yfir pari 72 höggum.

Staðan í heild í kvennaflokki eftir 1. dag er eftirfarandi:

1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GK 5 F 34 38 72 1 72 72 1
2 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 5 F 36 38 74 3 74 74 3
3 Saga Traustadóttir GR 4 F 35 39 74 3 74 74 3
4 Berglind Björnsdóttir GR 3 F 38 36 74 3 74 74 3
5 Helga Kristín Einarsdóttir GK 4 F 36 39 75 4 75 75 4
6 Karen Guðnadóttir GS 3 F 39 38 77 6 77 77 6
7 Heiða Guðnadóttir GM 6 F 37 41 78 7 78 78 7
8 Anna Sólveig Snorradóttir GK 5 F 39 41 80 9 80 80 9
9 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 11 F 39 41 80 9 80 80 9
10 Kinga Korpak GS 6 F 39 42 81 10 81 81 10
11 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 7 F 45 39 84 13 84 84 13