Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2017 | 07:30

Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Vel heppnað lokahóf – Vikari veitt viðurkenning fyrir vallarmet!!!

Íslandsmótinu í golfi 2017 lauk s.l. sunnudag þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Axel Bóasson (GK) fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum eftir æsispennandi keppni.

Þrjár efstu á Íslandsmótinu í höggleik ásamt Gylfa, forstjóra Eimskips og Hauki Erni forseta GSÍ. Mynd: GSÍ

Þrjár efstu á Íslandsmótinu í höggleik ásamt Gylfa, forstjóra Eimskips og Hauki Erni forseta GSÍ. Mynd: GSÍ

Í mótslok fór fram lokahóf þar sem að keppendur, starfsfólk og sjálfboðaliðar úr golfhreyfingunni áttu saman góða kvöldstund við frábærar aðstæður í golfskála Keilis.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á Íslandsmótinu, vallarmet, holu í höggi ásamt ýmsum öðrum viðurkenningum.

Einn þeirra sem hlaut viðurkenningu var Keilismaðurinn Vikar Jónasson.

Hann setti glæsilegt vallarmet fyrsta mótsdag 65 högg.