Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 06:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Ragnhildur efst e. 1. dag á Íslandsmótinu í höggleik

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki.

Ragnhildur lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari en Valdís er á -1.

Staða efstu 10 kvenna á Íslandsmótinu í höggleik er eftirfarandi eftir 1. keppnisdag:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 69 (-2)
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 70 (-1)
3.-4. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 74 (+3)
3.-4. Karen Guðnadóttir, GS 74 (+3)
5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 75 (+4)
6.-9. Þórdís Geirsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9.Ingunn Einarsdóttir, GKG 76 (+5)