SAMSUNG DIGITAL CAMERA
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 15:20

Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Guðrún Brá Íslandsmeistari í holukeppni kvenna!!!

Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2017!

Mótið fór að þessu sinni fram á Vestmannaeyjavelli og stóð dagana 23.-25. júní 2017 og lauk í dag.

Guðrún Brá lék til úrslita við klúbbfélaga sinn, Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK.

Fóru leikar svo að Guðrún Brá sigraði 3&2.

Innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!!!