Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2017 | 18:18

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Ragnhildur sigraði í kvennaflokki á Símamótinu!!!

Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem sigraði í kvennaflokki á Símamótinu, 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar á keppnistímabilinu 2016-2017.

Símamótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, dagana 2.-4. júní 2017 og lauk í dag.

Ragnhildur lék á samtals 6 yfir pari, 219 höggum (76 73 70) og spilaði sífellt betur eftir því sem leið á mótið.

Þess mæti geta að Ragnhildur hefir verið að kljást við hnémeiðsli að undanförnu, þannig að sigurinn er þeim mun flottari hjá henni fyrir vikið.

Í viðtali við golf.is eftir sigurinn í dag sagði Ragnhildur: „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðin í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.

Í 2. sæti varð Saga Traustadóttir, GR á samtals +10 og í 3. sæti varð Hulda Clara Gestsdóttir, GKG á samtals +12.

Sjá má heildarlokastöðuna í kvennaflokki á Símamótinu 2017 hér að neðan: 

1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 3 F 37 33 70 -1 76 73 70 219 6
2 Saga Traustadóttir GR 4 F 39 37 76 5 74 73 76 223 10
3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 8 F 38 38 76 5 74 75 76 225 12
4 Helga Kristín Einarsdóttir GK 6 F 40 38 78 7 72 77 78 227 14
5 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 7 F 38 38 76 5 76 78 76 230 17
6 Berglind Björnsdóttir GR 2 F 39 38 77 6 76 79 77 232 19
7 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 8 F 41 40 81 10 76 79 81 236 23
8 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 6 F 42 40 82 11 76 78 82 236 23
9 Anna Sólveig Snorradóttir GK 6 F 39 36 75 4 82 80 75 237 24
10 Heiða Guðnadóttir GM 5 F 38 41 79 8 79 79 79 237 24
11 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 7 F 39 38 77 6 84 77 77 238 25
12 Kinga Korpak GS 7 F 41 36 77 6 80 83 77 240 27
13 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 9 F 39 44 83 12 80 79 83 242 29
14 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 10 F 35 49 84 13 81 81 84 246 33
15 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 12 F 44 35 79 8 93 76 79 248 35
16 Eva Karen Björnsdóttir GR 7 F 44 37 81 10 85 86 81 252 39