Frá Vestmannaeyjavelli – Völlurinn er ótrúlega fallegur! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Hverjir mætast í 8 manna leikjum Íslandsmótsins í holukeppni liggur fyrir

KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni, hófst í dag föstudaginn, 23. júní 2017 á Vestmannaeyjavelli.

Nú er ljóst hvaða 16 kylfingar komust áfram í átta manna úrslit í karla og kvennaflokki.

Það verður nýtt nafn á KPMG-bikarnum í karlaflokki í ár en í kvennaflokki er Berglind Björnsdóttir úr GR enn með í titilvörninni frá því í fyrra.

Alls hófu 32 keppendur í karlafloki keppni og var þeim skipt í átta riðla. Efsti leikmaðurinn úr hverjum riðli komst áfram í átta manna úrslit í karlaflokki.

Í kvennaflokki voru fjórir riðlar og alls 16 keppendur. Tveir efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit.

Eftirfarandi 16 kylfingar keppa í 8 manna úrslitum:

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-8-manna-urslit