Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 15:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Helga Kristín efst e. 1. dag

Það er Helga Kristín Einarsdóttir, GK, sem leiðir í kvennaflokki á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi og stendur dagana 2.-5. júní 2017.

Helga Kristín lék 1. hring á  á 1 yfir pari, 72 höggum.

Á hringnum fékk Helga Kristín 4 fugla og 5 skolla.

Öðru sætinu deila þær Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR, báðar á 3 yfir pari, 74 höggum.

Hér má sjá stöðuna í kvennaflokki í heild á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu:

1 Helga Kristín Einarsdóttir GK 6 F 36 36 72 1 72 72 1
2 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 8 F 38 36 74 3 74 74 3
3 Saga Traustadóttir GR 4 F 37 37 74 3 74 74 3
4 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 7 F 42 34 76 5 76 76 5
5 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 8 F 40 36 76 5 76 76 5
6 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 6 F 39 37 76 5 76 76 5
7 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 3 F 40 36 76 5 76 76 5
8 Berglind Björnsdóttir GR 2 F 38 38 76 5 76 76 5
9 Heiða Guðnadóttir GM 5 F 38 41 79 8 79 79 8
10 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 9 F 40 40 80 9 80 80 9
11 Kinga Korpak GS 7 F 39 41 80 9 80 80 9
12 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 10 F 38 43 81 10 81 81 10
13 Anna Sólveig Snorradóttir GK 6 F 43 39 82 11 82 82 11
14 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 7 F 42 42 84 13 84 84 13
15 Eva Karen Björnsdóttir GR 7 F 43 42 85 14 85 85 14
16 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 12 F 51 42 93 22 93 93 22