Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2016 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Styttist í að keppnistímabilið hefjist!

Það styttist í að keppnistímabilið á Eimskipsmótaröðinni hefjiist. Fyrsta mótið fer fram 20.-22. maí á Strandarvelli á Hellu. Töluverðar breytingar verða gerðar á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili og má þar nefna að mótunum verður fjölgað, og er markmiðið með breytingunum að stækka mótaröðina og auka umfang hennar.

Hverjar eru breytingarnar?

Fleiri mót: Alls 8 mót á Eimskipsmótaröðinni, í en þau voru 6 á síðasta ári.
Á árinu 2016 verður sú undantekning að sex mót telja til stigameistaratitla á Eimskipsmótaröðinni.
Frá og með árinu 2017 munu alls átta mót telja á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar.
Keppnistímabil hvers árs hefst í lok ágúst og lýkur í sama mánuði, ári síðar.
Tímabilið hefst á tveimur mótum að hausti, því fylgja svo tvö mót að vori árið eftir og lýkur á fjórum mótum yfir hásumarið.
Fjöldi keppenda á haust- og vormótum, auk Íslandsmótsins í golfi, verður með sama sniði og í dag en færri keppendur verða á öðrum mótum.
Tvö ný mót bætast við mótaröðina. Þátttakendafjöldi á þeim verður takmarkaður og mun hann taka mið af stöðu keppenda á heimslista atvinnu- og áhugamanna og stigalista GSÍ á hverjum tíma.
Sumar þessara breytinga kunna að fela í sér ákveðið fráhvarf frá núverandi fyrirkomulag á meðan aðrar tillögur fela eingöngu í sér skerpingu á því sem áður hefur verið gert.
Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir hafa báðir boðist til að skuldbinda sig til þess að vera með árleg mót á mótaröðinni næstu þrjú ár.
Hámarksforgjöf í mót á mótaröðinni verður 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.
Lagðar hafa verið fram tillögur um að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi Íslandsmótsins í holukeppni. Óvíst er að tillagan verði framkvæmd á þessu ári og helstu atriðin eru eftirfarandi.
Keppendur í karlaflokki verði 64 og raðast í 16 riðla.
Keppendur í kvennaflokki verði 24 og raðast í 8 riðla.
Íslandsmeistari í holukeppni fyrra árs, þrír efstu Íslendingarnir á heimslista atvinnumanna og þrír efstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna eiga þátttökurétt í mótinu. Á þetta bæði við karla- og kvennaflokki.
Að frátöldum þeim kylfingum sem eiga sjálfkrafa þátttökurétt ræður staðan á stigalistanum talið frá og með síðasta Íslandsmóti í holukeppni.
Í stað stöðu leikmanna á stigalistanum ræður forgjöf þátttakenda því í hvaða röð leikmenn raðast í riðla.
Mótin á Eimskipsmótaröðinni 2016:

20.- 22. maí:
GHR, Strandarvöllur. (1)

3.-5. júní:
GM, Hlíðavöllur Mosfellsbær. (2.)

17.-21. júní:
GS, Hólmsvöllur, Íslandsmótið í holukeppni. (3)

15.-17. júlí:
GK, Hvaleyrarvöllur. (4)

21.-24. júlí:
GA, Jaðarsvöllur, Íslandsmótið í golfi. (5)

19.-21. ágúst:
GR, Korpúlfsstaðavöllur. (6)

2.-4. sept:
GV, Vestmannaeyjavöllur. (7)

19.-21. sept:
GL, Garðavöllur. (8)