Kristján Þór Einarsson, GKJ með fyrsta högg dagsins kl. 7:30 þ. 29. júní 2014 – daginn sem hann varð Íslandsmeistari í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2016 | 18:30

Eimskipsmótaröðin 2016: Kristjáni Þór spáð stigameistaratitli karla 2016

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er spáð stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi karla 2016. Þetta kom fram í spá sérfræðinga sem golf.is fékk til þess að spá fyrir um hvaða fimm kylfingar myndu enda í fimm efstu sætunum í lok keppnistímabilsins. Kristján Þór fékk 42 stig en Haraldur Franklín Magnús úr GR varð annar.

Spáin var kynnt á fundi með fréttamönnum í dag á Urriðavelli þar sem að helstu breytingarnar á Eimskipsmótaröðin 2016 voru m.a. kynntar.

Fimm efstu í spá sérfræðinga golf.is í karlaflokki 2016.

Kristján Þór Einarsson (42)
Haraldur Franklín Magnús (38)
Axel Bóasson (36)
Gísli Sveinbergsson (33)
Sigurþór Jónsson (28)
Eimskipsmótaröðin hefst á föstudaginn á Strandarvelli á Hellu en hér fyrir neðan er keppnisdagskráin fyrir tímabilið 2016.

Heimild: GSÍ