Guðrún Brá. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2016 | 18:45

Eimskipsmótaröðin 2016: Guðrúnu Brá spáð stigameistaratitli kvenna 2016

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er spáð stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi kvenna 2016. Þetta kom fram í spá sérfræðinga sem golf.is fékk til þess að spá fyrir um hvaða fimm kylfingar myndu enda í fimm efstu sætunum í lok keppnistímabilsins. Guðrún Brá fékk 58 stig en Tinna Jóhannsdóttir úr GK varð önnur í þessari spá.

Spáin var kynnt á fundi með fréttamönnum í dag á Urriðavelli þar sem að helstu breytingarnar á Eimskipsmótaröðin 2016 voru m.a. kynntar.

Fimm efstu í spá sérfræðinga golf.is í kvennaflokki 2016.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (58)
2. Tinna Jóhannsdóttir (47)
3. Ragnhildur Kristinsdóttir (39)
4. Signý Arnórsdóttir (28)
5. Valdís Þóra Jónsdóttir (20)