Eimskipsmótaröðin 2016: Axel hlaut 500.000 f. stigameistaratitilinn
Axel Bóasson úr Keili tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í gær með sigri á Securitasmótinu í Grafarholti. Þetta er í annað sinn sem Axel er stigameistari og varði hann titilinn frá því í fyrra. Umtalsverð hækkun á verðlaunafé til atvinnukylfinga var á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru fyrir Eimskipsmótaröðina 2016. Axel, sem er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni, fékk því 500.000 kr. fyrir stigameistaratitilinn. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhentu Axel ávísunina á glæsilegu lokahófi sem fram fór í Grafarholtinu í gærkvöld, 21. ágúst 2016.
Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2016:
Egils-Gullmótið: Tók ekki þátt.
Símamótið: Tók ekki þátt.
KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt.
Borgunarmótið: 1. sæti.
Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótaröðin: 2. sæti.
Securitasmótið: 1. sæti.
Þetta er í 28. sinn sem stigameistari er krýndur í lok keppnistímabilsins á Íslandi. Það var fyrst gert árið 1989. Björgvin Sigurbergsson úr Keili hefur oftast fagnað þessum titli eða alls fjórum sinnum en Hlynur Geir Hjartarson úr GOS kemur þar næstur með þrjá stigameistaratitla.
Stigameistarar GSÍ frá upphafi:
Karlaflokkur:
1989 Sigurjón Arnarsson (1)
1990 Úlfar Jónsson (1)
1991 Ragnar Ólafsson (1)
1992 Úlfar Jónsson (2)
1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1)
1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1)
1995 Björgvin Sigurbergsson (1)
1996 Birgir L. Hafþórsson (1)
1997 Björgvin Sigurbergsson (2)
1998 Björgvin Sigurbergsson (3)
1999 Örn Ævar Hjartarson (1)
2000 Björgvin Sigurbergsson (4)
2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1)
2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2)
2003 Heiðar Davíð Bragason (1)
2004 Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2005 Heiðar Davíð Bragason (2)
2006 Ólafur Már Sigurðsson (1)
2007 Haraldur H. Heimisson (1)
2008 Hlynur Geir Hjartarson (1)
2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1)
2010 Hlynur Geir Hjartason (2)
2011 Stefán Már Stefánsson (1)
2012 Hlynur Geir Hjartason (3)
2013 Rúnar Arnórsson (1)
2014 Kristján Þór Einarsson (1)
2015 Axel Bóasson (1)
2016 Axel Bóasson (2)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
