Eimskipsmótaröðin 2016 (6): Axel og Saga sigruðu á Securitas-mótinu!
Það voru Saga Traustadóttir, GR, og Axel Bóasson, GK, sem stóðu uppi sem sigurvegarar á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Securitas-mótinu, í gær þann 21. ágúst 2016, en mótið fór fram á Grafarholtsvelli.
Þetta er fyrsti sigur Sögu á Eimskipsmótaröðinni. Með sigrinum tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni og fær hann 750.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangurinn. Þetta er í annað sinn sem Axel verður stigameistari á Eimskipsmótaröðinni en hann fagnaði þeim titli í fyrsta sinn í fyrra. Keppt var um GR-bikarinn á þessu móti.
Keppni í karlaflokki var mjög hörð og skor keppenda mjög gott við frábærar aðstæður á Grafaraholtsvelli. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, endaði í öðru sæti á -7 samtals. Fjórir erlendir atvinnukylfingar tóku þátt í karlaflokknum og er þetta í fyrsta sinn sem erlendir keppendur taka þátt á móti á Eimskipsmótaröðinni.
Saga Traustadóttir fagnaði sigri í kvennaflokki eftir æsispennandi baráttu við Nínu Björk Geirsdóttur úr GM og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR. Þetta er fyrsti sigur Sögu á Eimskipsmótaröðinni og í fyrsta sinn sem hún er í verðlaunasæti. Ragnhildur Kristinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppninni á Eimskipsmótaröðinni og er hún því stigameistari í kvennaflokki 2016. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnhildur nær þessum árangri.
Grafarholtsvöllur, par 71:
Verðlaunahafar í karlaflokki á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2016 (19.-21. ágúst):
1. Axel Bóasson, GK (68-66-70) 204 högg -9
2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (68-69-69) 206 högg -7
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (70-71-66) 207 högg -6
4. Þórður Rafn Gissurarson, GR (68-69-70) 207 högg -6
5. Bernhard Reiter, Austurríki (71-66-70) 207 högg -6
6. Gísli Sveinbergsson, GK (73-70-68) 211 högg- -2
7. Kristján Þór Einarsson, GM (72-67 -73) 212 högg -1
8. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-67-74) 212 högg -1
9. Henning Darri Þórðarson, GK (73-7-70) 213 högg
10. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (72-67-74) 213 högg
Verðlaunahafar í kvennaflokki á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2016 (19.-21. ágúst):
1. Saga Traustadóttir GR (74 -75-72) 221 högg +8
2.-3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (73-77-72) 222 högg +9
2.-3. Nína Björk Geirsdóttir, GM (75-74-73) 222 högg +9
4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (76-74-74) 224 högg +11
5. Karen Guðnadóttir, GS (76-76-75) 227 högg +14
6. Heiða Guðnadóttir, GM (76 -76-76) 228 högg +15
7. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (77- 74-78) 229 högg +16
8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (79-78-73) 230 högg +17
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
