Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2016 | 11:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (5): Hver hefir fengið flesta ernina í kvennaflokki?

Í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik, sem nú fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri er 31 kylfingur.

Eftir fyrstu tvo keppnisdaga var skorið niður og eru nú 19 kvenkylfingar sem berjast um Íslandsmeistaratitil kvenna í höggleik í dag, sunnudaginn 24. júlí 2016.

Hver þessara 19 skyldi nú hafa fengið flesta erni fyrstu 3 keppnisdaga Íslandsmótsins?

Þegar skorkort kvenkylfinganna 19 eru skoðuð kemur eftirfarandi í ljós:

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 1 örn (á par-5 3. braut Jaðarsins á 2. keppnisdegi) og  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 1 örn (á par-4 7. braut Jaðarsins á 3. keppnisdegi).

Rétt svar er því að aðeins 2 kvenkylfingar hafa fengið 1 örn fyrstu 3 keppnisdaga Íslandsmótsins og eru því efstar og jafnar  – Spurning er hvort örnunum fjölgi eftir því sem líður á síðasta keppnisdaginn – en aðalspurningin auðvitað hvort önnur hvor af arnarkonunum standi uppi sem Íslandsmeistari í lok dags?

Svarið við því fæst síðar í kvöld.