Eimskipsmótaröðin 2016 (5): Axel leiðir þegar Íslandsmótið er hálfnað
Axel Bóasson, GK, er með naumt forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu.
Það er gríðarleg spenna í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Annar keppnisdagurinn var magnaður þar sem að fjórir kylfingar jöfnuðu vallarmetið sem Aron Snær Júlíusson úr GKG setti í gær.
Axel Bóasson úr Keili er efstur á -4 samtals og er hann með eitt högg í forskot á Rúnar Arnórsson úr Keil, Gísla Sveinbergsson úr Keili og Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Axel varð Íslandsmeistari árið 2011 og hann fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrra á Jaðarsvelli.
Rúnar Arnórsson (GK), Andri Már Óskarsson (GHR), Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR), Gísli Sveinbergsson (GK) og Axel Bóasson (GK) léku allir á 67 höggum í dag og eru því sex kylfingar sem eiga vallarmetið á Jaðarsvelli. Keppni er ekki lokið í dag og það gætu því fleiri bæst í hópinn.
Aron Snær Júlíusson úr GKG sem var efstur eftir fyrsta hringinn lék á 73 höggum í dag. Birgir Leifur Hafþórsson sagði eftirfarandi í viðtali:
„Fannst ég vera að slá betur í dag en í gær, setti fleiri pútt ofaní í dag, það er í raun munurinn á fyrsta og öðrum keppnisdeginum. Ég vil vinna mótið og markmiðið er að spila mitt besta golf. Geðveikar aðstæður, veðrið frábært og þessi völlur hentar mér vel Mér líður alltaf vel hérna, fólkið er frábært hér í Golfklúbbi Akureyrar, hver púttar best, það er ekkert gefið á flötunum hérna. Axel á enn eftir að fá fugl á par 5 holu sem vekur óneitanlega athygli hjá þessum högglanga leikmanni.“
Staðan í hálfleik:
1. Axel Bóasson, GK (71-67) 138 högg -4
2.- 4. Rúnar Arnórsson, GK (72-67) 139 högg -3
2.- 4. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70) 139 högg -3
2.- 4. Gísli Sveinbergsson, GK (72-67) 139 högg -3
5. -7. Andri Már Óskarsson, GHR (73-67) 140 högg -2
5. -7. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73)140 högg -2
5. -7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68) 140 högg -2
8. Bjarki Pétursson, GB (72-69) 141 högg -1
9.-12. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (71-71) 142 högg
9.-12. Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72) 142 högg
9.-12. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71) 142 högg
9.-12. Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71) 142 högg
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
