Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2016-2017: Vikar og Berglind stigameistarar

Vikar Jónasson úr GK og Berglind Björnsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Þetta er í fyrsta sinn sem þau standa uppi sem stigameistara á mótaröð þeirra bestu.

Vikar sigrað á tveimur mótum á tímabilinu og voru það jafnfram hans fyrstu sigrar á Eimskipsmótaröðinni. Vikar fékk alls 4.820 stig en Kristján Þór Einarsson úr GM varð annar með 4.230 stig og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG varð þriðji með 4.065 stig.

Efstu menn á stigalista GSÍ í karlaflokki 2016-2017:

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-karlar

Lokastaðan í kvennaflokki varð sú að Berglind fékk alls 5.700 stig en hún hafði nokkra yfirburði og var 1.100 stigum betri en Karen Guðnadóttir úr GS. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, sem varð stigameistari í fyrra, varð þriðja með 4.000 stig.

Efstu konur á stigalista GSÍ í kvennaflokki 2016-2017:

1-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-a-konur