Eimskipsmótaröðin 2016-2017 (2): Kristján með vallarmet og Ragnhildur sigraði m/yfirburðum!!!
Kristján Þór Einarsson úr GM og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigruðu á Honda-Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Mótið er 2. mót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni og fór það fram á Garðavelli á Akranesi.
Kristján Þór lék á -7 samtals og setti hann nýtt vallarmet í dag með því að leika á 65 höggum eða -7. Hann bætti vallarmetið um eitt högg en það var í eigu Magnúsar Lárussonar úr GJÓ og Þórðar Rafns Gissurarsonar úr GR. Heiðar Davíð Bragason úr GHD varð annar á +3 eða 10 höggum á eftir Kristjáni. Þrír kylfingar voru jafnir í 3.-5. sæti.
„Þetta var sirkushringur og ég er eiginlega undrandi á því að hafa sett vallarmet. Ég var með 10 pútt á seinni níu holunum en ég sló alveg helling af lélegum golfhöggum. Fleygjárnin og pútterinn voru að bjarga mér og ég held ég eigi eftir að muna lengi eftir þessum hring,“ sagði Kristján Þór en hann hitti 12 flatir í tilætluðum höggafjölda. Hann fékk þrjá fugla í röð á fyrri 9 holunum og fjóra fugla á seinni 9. Hann bætti vallarmetið með því að slá boltann ofaní úr glompu við 18. flötina.
Lokastaðan á mótinu:
1. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71-65) 209 högg -7
2. Heiðar Davíð Bragason, GHD (71-75-73) 219 högg +3
3.-5 Andri Már Óskarsson, GHR (74-79-69) 222 högg +6
3.-5. Jóhannes Guðmundsson, GR (76-74-72) 222 högg +6
3.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (73-72-77) 222 högg +6
6. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73 -78) 223 högg +7
7. Vikar Jónasson, GK (76-74 -76) 226 högg +10
8.-11 Björn Óskar Guðjónsson, GM (81-74-72) 227 högg +11
8.-11.. Tumi Hrafn Kúld, GA (78-75-74) 227 högg +11
8.-11. Viktor Ingi Einarsson, GR (79-73-75) 227 högg +11
8.-11. Eggert Kristján Kristmundsson, GR (78-72-77) 227 högg +11
Ragnhildur tryggði sér öruggan sigur þrátt fyrir að hafa leikið á 81 högg á lokahringnum. Þetta er annar sigur hennar á Eimskipsmótaröðinni frá upphafu en Ragnhildur er fædd árið 1997 og er því 19 ára gömul. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK varð þriðja og Eva Karen Björnsdóttir úr GR varð þriðja. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafdís Alda og Eva Karen eru á verðlaunapalli á Eimskipsmótaröðinni.
„Þetta var ljúft og skemmtilegt þrátt fyrir að skorið hafi ekki verið gott. Það er alltaf gott að vinna sigur og ég var búinn að bíða lengi eftir þessum sigri á þessu ári. Garðavöllur var frábær en jafnframt erfiður viðureignar, röffið var sérstaklega erfitt, og það var mikilvægt að vera á braut eftir upphafshöggin,“ sagði Ragnhildur við golf.is en hún fær ekki langt frí því næsta verkefni er EM félagsliða með GR í Búlgaríu. „Þetta er búið að vera langt tímabil og það er smá þreyta í okkur öllum held ég, en það þýðir ekki að kvarta yfir því, og tímabilið er ekki alveg búið ennþá,“ bætti Ragnhildur við.
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-71-81) 229 högg +13
2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (80-74-83) 237 högg +21
3. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-81-82) 245 högg +29
4. -5.Anna Sólveig Snorradóttir, GK (82-87-79) 248 högg +32
4.-5. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR (83-85-80) 248 högg +32
6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (91-80-78) 249 högg +33
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
