Heiða Guðnadóttir, klúbbmeistari GKJ 2012, ásamt kaddý Davíð Gunnlaugssyni, sem varð í 3. sæti í karlaflokki á meistaramótinu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Heiða efst e. 2. dag í kvennaflokki

Það er heimakonan Heiða Guðnadóttir, GM, sem er efst fyrir lokahringinn í kvennaflokki á Símamótinu á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar.

Heiða átti frábæran hring í dag, en hún lék á 2 undir pari, 70 glæsihöggum.

Á hringnum fékk Heiða 1 glæsiörn á par-5 2. holu Hlíðavallar, 4 fugla, 9 pör og 4 skolla – ansi skrautlegt skorkort!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er aðeins 1 höggi á eftir en hún var í forystu 1. daginn og á titil að verja.

Staðan í kvennaflokki á Símamótinu er eftirfarandi:

1 Heiða Guðnadóttir GM 5 F 37 33 70 -2 76 70 146 2

2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK -3 F 39 35 74 2 73 74 147 3

3 Helga Kristín Einarsdóttir GK 5 F 35 37 72 0 81 72 153 9

4 Berglind Björnsdóttir GR 2 F 43 38 81 9 73 81 154 10

5 Saga Traustadóttir GR 3 F 39 37 76 4 79 76 155 11

6 Anna Sólveig Snorradóttir GK 3 F 41 38 79 7 76 79 155 11

7 Jódís Bóasdóttir GK 7 F 42 38 80 8 76 80 156 12

8 Karen Guðnadóttir GS 3 F 35 39 74 2 83 74 157 13

9 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 5 F 43 39 82 10 75 82 157 13

10  Ragnhildur Kristinsdóttir GR 1 F 37 42 79 7 79 79 158 14