Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Andri Þór sigraði á 2. mótinu á mótaröð þeirra bestu í ár!
Andri Þór Björnsson úr GR lék frábært golf á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Andri lék hringina þrjá á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á 12 höggum undir pari og hann setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 8 höggum undir pari eða -8. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári en hann hóf tímabilið í fyrra með sama hætti. Magnús Lárusson úr Goflklúbbnum Jökli frá Ólafsvík veitti Andra harða keppni en hann endaði tveimur höggum á eftir Andra.
„Það voru frábærar aðstæður og gaman að leika á góðum velli eins og Hlíðavelli. Ég vil þakka GR, þjálfurunum mínum, Böðvari aðstoðarmanni mínum á þessu móti og öllum sjálfboðaliðunum sem sáu um að gera þetta mót eins glæsilegt og það var. Markmið sumarsins eru að leika vel og ég tek bara eitt mót í einu og eitt högg í einu,“ sagði Andri Þór Björnsson.
Skor keppenda í karlaflokki var frábært en 12 kylfingar léku á pari vallar eða betur á þremur keppnishringjum. Hlíðavöllur er í frábæru standi og voru keppendur afar ánægðir með aðstæður og umgjörð mótsins.
1. Andri Þór Björnsson, GR (64-70-70) 204 (-12)
2. Magnús Lárusson, GJÓ (66-70-70) 206 (-10)
3. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-69-69) 209 (-7)
4. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-66-72) 211 (-5)
5. Theodór Emil Karlsson, GM (70-68-75) 213 (-3)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
