Sigurvegarinn á Egils Gull mótunum 2012 og 2014:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 17:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind sigraði á Hellu!

Klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir, GR sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Egils Gull mótinu á Hellu.

Þetta er í 2. sinn sem Berglind sigrar á Eimskipsmótaröðinni og ekki bara í 2. sinn sem hún sigrar á Eimskipsmótaröðinni heldur er þetta líka 2. Egils Gull mótið sem hún vinnur.

Berglind sigraði einmitt líka á Egils Gull móti á Eimskipsmótaröðinni úti í Eyjum 2012 og þá var líka fremur leiðinlegt veður alla mótsdagana eins og núna, hvasst á köflum með rigningaskúrum inn á milli, en það virðist lítil áhrif hafa á Berglindi.

Sjá má viðtal sem Golf 1 tók við Berglind eftir að hún sigraði í fyrra skiptið á Egils Gull mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Berglind lék samtals á 9 undir pari, 219 höggum (69  73 77) og fékk 4 skolla og 1 skramba fyrri 9 en síðan 8 pör í röð og einn skolla á 18. holunni.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK varð í 2. sæti en hún veitti Berglindi mikla keppni og þurfti að vinna upp 6 högga forskot sem Berglind hafði fyrir lokahringinn, en það munaði í lokin 1 höggi á þeim.  Samtals lék Guðrún Brá á 10 yfir pari, 220 höggum (74 74 72).

Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Í 3.-7. sæti voru þær Þórdís Geirsdóttir, GK; Signý Arnórsdóttir, GK; Karen Guðnadóttir, GS; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Anna Sólveig Snorradóttir, GK.

Signý Arnórsdóttir, GK ásamt kaddý. Mynd: Golf 1

Signý Arnórsdóttir, GK ásamt kaddý. Signý ásamt Þórdísi var á besta skorinu lokahringinn! Mynd: Golf 1

Allar léku þær á samtals 16 yfir pari, 226 höggum.

Karen Guðnadóttir, GS. Mynd: Golf 1

Karen Guðnadóttir, GS  ásamt kaddý. Mynd: Golf 1

Þær Þórdís og og Signý voru jafnframt á besta skorinu af konunum lokahringinn 1 yfir pari, 71 högg.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR átti flottan lokahring þar sem hún fékk m.a. glæsiörn á par-4 6. brautinni – átti gríðargott dræv og vippaði síðan fyrir erninum!

Þorbjörg Gunnarsdóttir, kaddý ásamt Ragnhildi dóttur sinni, GR. Mynd: Golf 1

Þorbjörg Gunnarsdóttir, kaddý ásamt Ragnhildi dóttur sinni, GR, sem var ein af 5 í 3.-7.sæti. Mynd: Golf 1

Anna Sólveig Snorradóttir, GK átti fínan lokahring upp á 4 yfir pari, 74 högg

Anna Sólveig Snorradóttir, GK var í 3. sæti fyrir lokahringinn á Hellu og lauk keppni í 3.-7. sæti. Mynd: GSÍ

Anna Sólveig Snorradóttir, GK var í 3. sæti fyrir lokahringinn á Hellu og lauk keppni í 3.-7. sæti. Mynd: GSÍ

Sjá má heildarúrslitin í kvennaflokki á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu hér að neðan: 

1 Berglind Björnsdóttir GR 1 F 41 36 77 7 69 73 77 219 9
2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 1 F 37 35 72 2 74 74 72 220 10
3 Þórdís Geirsdóttir GK 4 F 37 34 71 1 83 72 71 226 16
4 Signý Arnórsdóttir GK 2 F 37 34 71 1 80 75 71 226 16
5 Karen Guðnadóttir GS 1 F 37 35 72 2 79 75 72 226 16
6 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 4 F 34 38 72 2 78 76 72 226 16
7 Anna Sólveig Snorradóttir GK 2 F 38 36 74 4 75 77 74 226 16
8 Ingunn Einarsdóttir GKG 5 F 36 38 74 4 78 79 74 231 21
9 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 6 F 40 41 81 11 72 81 81 234 24
10 Sunna Víðisdóttir GR -1 F 40 35 75 5 80 80 75 235 25
11 Heiða Guðnadóttir GKJ 4 F 38 34 72 2 85 79 72 236 26
12 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 4 F 40 37 77 7 76 83 77 236 26
13 Saga Traustadóttir GR 5 F 40 39 79 9 80 78 79 237 27
14 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7 F 40 36 76 6 81 82 76 239 29
15 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 10 F 36 41 77 7 83 81 77 241 31
16 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 12 F 38 39 77 7 84 83 77 244 34
17 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 6 F 42 36 78 8 83 84 78 245 35
18 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 7 F 37 41 78 8 85 82 78 245 35
19 Jóna Sigríður Halldórsdóttir GR 11 F 41 37 78 8 87 81 78 246 36
20 Eva Karen Björnsdóttir GR 9 F 36 43 79 9 85 82 79 246 36
21 Hansína Þorkelsdóttir GKG 8 F 40 44 84 14 84 80 84 248 38