Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 11:30

Eimskipsmótaröðin (6): Ólafía Þórunn og Guðni Fannar efst snemma dags á Skaganum

Næstsíðasta mótið á Eimkskipsmótaröðinni hófst á Garðavelli á Akranesi í morgun.

Þátttakendur eru 52 þar af 14 kvenkylfingar og 38 karlkylfingar.

Eftir 9 holu leik leiðir Íslandsmeistarinn í höggleik, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á glæsilegum 2 undir pari.

Af körlunum er Guðni Fannar Carico, GS,  efstur á glæsilegum 4 undir pari,  fékk m.a. 4 fugla í röð á 5.-8. holu!!!

Fylgjast má með gangi mála á Skaganum með því að SMELLA HÉR: