Eimskip, mikill styrktaraðili golfs á Íslandi. Mynd: Golf 1. Eimskipsmótaröðin (6): Gunnar Páll Þórisson fór holu í höggi!
Gunnar Páll Þórisson í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) er einn þeirra sem tekur þátt í Síma mótinu, síðasta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í ár.
Fyrstu tvo daga mótsins spilaði Gunnar Páll á 85 höggum eða 14 yfir pari báða daga. Sem stendur er Gunnar Páll í einu af neðstu sætunum í karlaflokki, 48. sætinu. Dagurinn í dag, þ.e. lokahringurinn er hins vegar sá langbesti hjá Gunnari Páli því hann fór nefnilega holu í höggi á 6. braut Grafarholtsins og er á 5 yfir pari þegar hann á 3 holur eftir óspilaðar.
Sjötta brautin er par-3, slegið er niður í móti, 188 metra af hvítum teigum. Í lýsingu GR á þessari löngu par-3 segir: „Án efa ein af erfiðustu brautum vallarins og á landinu. 6. brautin er 188 metra löng og hefur skemmt marga hringi í gegnum tíðina. Hólar, glompur og grjót liggja hægra megin við flötina og brött hlíð er vinstra megin. Mjög erfitt er að hitta flötina þar sem hún hallar frá leikmönnum og er á tveimur pöllum. Nær ómögulegt er að ná pari ef leikmenn missa grínið með miklum mun og einnig ef bolti endar vinstra megin við flötina. Besti staðurinn til að missa flötina er fyrir framan. Miðið á fremsta hlutann á flötinni og reynið að ná pari með löngu tvípútti eða góðu vippi. Munið að skolli er aldrei slæmt skor á þessari braut.“
Golf 1 óskar Gunnari Páli innlega til hamingju með draumahöggið á þessari einni erfiðustu par-3 holu á landinu!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

