Eimskipsmótaröðin (4): Endurtekning frá 2012 í karlaflokki? Haraldur Franklín leiðir á glæsilegum 68 höggum eftir 1. dag!!!
Í dag hófst Íslandsmótið í höggleik á Korpúlfsstaðavelli og er öll umgjörð mótsins hin glæsilegasta í ár.
Eftir 1. dag er staðan í karlaflokki sú sama í efstu 2 sætunum og 2012.
Heimamaðurinn Haraldur Franklín Magnús, GR, leiðir á frábærum þremur undir pari, stórglæsilegum 68 höggum!!!
Á hringnum fékk Haraldur Franklín 6 fugla, 9 pör og 3 skolla. Í öðru sæti alveg eins og á Hellu fyrir 2 árum er Rúnar Arnórsson, GK á litlu síðara skori, flottum einum undir pari, 70 höggum.
Á eftir þeim Haraldi og Rúnari koma þeir Arnar Freyr Jónsson, GN; Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG; Axel Bóasson, GK og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og deila þeir 3. sætinu á sléttu pari.
Í 7.-12. sæti Kristófer Orri Þórðarson, GKG; Bjarki Pétursson, GB; Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR; Magnús Lárusson, GKJ; Örvar Samúelsson, GA og Haraldur Hilmar Heimisson, GR.
Sjá má stöðuna í heild eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
