
Eimskipsmótaröðin (4): Haraldur og Guðrún Brá enn í forystu eftir 2. dag – Ólafur Björn með nýtt vallarmet á Korpunni – 65 glæsihögg!
Núverandi Íslandsmeistari í höggleik Haraldur Franklín Magnús, GR, jók enn forystu sína á 2. degi Íslandsmótsins í höggleik; er nú kominn í samtals 7 undir par, 135 högg (68 67)!
Í 2. sæti á samtals 2 undir pari, 140 höggum (71 69) er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og 3. sætinu í karlaflokki deila 3 frábærir kylfingar sem allir eru búnir að spila á samtals 1 undir pari, 141 höggi: Ólafur Björn Loftsson,NK (76 65) Axel Bóasson, GK (71 70) og heimamaðurinn Arnar Snær Hákonarson, GR (71 68).
Það sem helst bar til tíðinda á 2. degi Íslandsmótsins er að Ólafur Björn setti glæsilegt nýtt vallarmet á Korpunni, 65 högg á hring þar sem hann skilaði „hreinu skorkorti“ fékk 1 örn, 4 fugla og 13 pör.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, heldur einnig forystu sinni í kvennaflokki. Hún er búin að spila vel á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (71 75) og á 4 högg á þær sem næstar koma þ.e. núverandi Íslandsmeistara í höggleik 2012, Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL og Gunnhildi Kristjánsdóttur, GKG, sem báðar deila 2. sætinu á samtals 6 yfir pari 150 höggum hvor; Valdís Þóra (77 73) og Gunnhildur (76 74).
Í 4.-5. sæti í kvennaflokki eru síðan þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Sunna Víðisdóttir, GR báðar á samtals 8 yfir pari, 6 höggum á eftir forystukonunni.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar – Íslandsmótinu í höggleik SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024