Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2013 | 05:30

Eimskipsmótaröðin (4): Haraldur og Guðrún Brá enn í forystu eftir 2. dag – Ólafur Björn með nýtt vallarmet á Korpunni – 65 glæsihögg!

Núverandi Íslandsmeistari í höggleik Haraldur Franklín Magnús, GR,  jók enn forystu sína á 2. degi Íslandsmótsins í höggleik; er nú kominn í samtals 7 undir par, 135 högg (68 67)!

Í 2. sæti á samtals 2 undir pari, 140 höggum (71 69) er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og 3. sætinu í karlaflokki deila 3 frábærir kylfingar sem allir eru búnir að spila á samtals 1 undir pari, 141 höggi: Ólafur Björn Loftsson,NK (76 65) Axel Bóasson, GK (71 70) og heimamaðurinn Arnar Snær Hákonarson, GR (71 68).

Það sem helst bar til tíðinda á 2. degi Íslandsmótsins er að Ólafur Björn setti glæsilegt nýtt vallarmet á Korpunni, 65 högg á hring þar sem hann skilaði „hreinu skorkorti“ fékk 1 örn, 4 fugla og 13 pör.

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: GSÍ

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, heldur einnig forystu sinni í kvennaflokki.  Hún er búin að spila vel á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (71 75) og á 4 högg á þær sem næstar koma þ.e. núverandi Íslandsmeistara í höggleik 2012, Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL og Gunnhildi Kristjánsdóttur, GKG, sem báðar deila 2. sætinu á samtals 6 yfir pari  150 höggum hvor; Valdís Þóra (77 73) og Gunnhildur (76 74).

Í 4.-5. sæti í kvennaflokki eru síðan þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Sunna Víðisdóttir, GR báðar á samtals 8 yfir pari, 6 höggum á eftir forystukonunni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar – Íslandsmótinu í höggleik  SMELLIÐ HÉR: